Formúluflokkurinn

Saturday, September 24, 2005

Hræðsla?

Nú titrar allt og nötrar í hinu pólitíska lífi Reykjvíkursvæðisins. Varla er það tilviljun að það gerist eftir að Formúluflokkurinn varð til. Nei það held ég nú ekki. Heimdellingar eru komnir í hár saman og rífast í formanni sínum, greinilega ekki bjartsýni þar vegna ástand mála. VG heldur forval en stillir ekki upp lista eins og venjulega. Greinilegt að allir flokkar reyna að stefna að sem mestu pop up- vinsældarlistum eins og völ er á. Allt hefur þetta gerst með tilurð hins lýðræðislega og ört sívaxandi Formúluflokki.

Kæru liðsfélagar, framtíðin er okkar því við höfum Formúluna.

Lifi Formúlan!

Tuesday, September 20, 2005

Legg til!

Ég legg til að við höfum ekki formann heldur munum við kalla stöðuna fyrirliði. Þannig munum við líta meira á okkur sem sterkan og samhentan hóp sem tekur sig saman um einn fyrirliða. Þetta gamla formannshugtak er auðvitað ekkert annað en kúgunartæki sem sauðirnir velja yfir sig því þeir eru hræddir við eigið framtak.
Að vera Fyrirliði gefur meira eins og áður segir að við erum sterkt lið sem vinnur saman að settu marki...að því að fá Formúluna á flugvöllinn.
Það er einmitt gallinn við hið hefðbundna flokkafyrirbæri að þar er ávallt dauðir starkfskraftar sem gegn þeirra vilja hafa neyðst að skrá sig í flokkinn. Þeir hafa síðan þurft að horfa upp á það að einhver ómögulegur sé kosinn í þessu gervilýðræði sem lýðst innan þessara flokka. Við segjum nei!
Látið liðið ráða, fylkjum okkur saman og treystum á þann sem hentar best hverju sinni, það þarf ekki alltaf að vera sami fyrirliðinn stanslaust í tvö-fjögur eða fjórtán ár. Nei, við erum Lið nýrra tíma. Við erum Formúlan

Lifi Formúlan!

Sunday, September 18, 2005

Morgunblaðið sér ljósið

Það er nú í frá sögur færandi þegar rótgrónasta blað landsins, Morgunblaðið, sér ljósið og styður málsstað hins rísandi afls. Það leið ekki á löngu eftir að vefmálgagn Formúlunnar leit dagsins ljós og bannaði fyrirhugaðar færslur á vellinum að mogginn fjallar um málið. Þar er fjallað um að það eru í kringum 400 störf tengd flugvellinum í Reykjavík. Og þetta vill fólk bara flytja eins og ekkert sé. Formúlan kom nú strax auga á þetta. Enda erum við flokkur framsýni og metnaðar. Að hugsa sér að stjórnmálamenn vilji rífa upp störf fólks og fltyja sovna óforvandis. Þetta er skömm.
Þetta er enn eitt dæmið þar sem lítið fólk í stórum stólum ætlar að taka atvinnu og tækifæri burt frá hinum almenna manni.
Með Formúlubraut má enn halda þessum störfum og síðan byggja ofan á þennan grunn. Fleiri störf meiri spennu og meiri hraða.

Lifi Formúlan.

Thursday, September 15, 2005

Allt í vinnslu

Það er geypilegur kraftur í flokknum og þessi kraftur er að smitast út í þjóðfélagið. Það er ekki skemmst að minnast en í gærkvöldi var umræðuefnið Vatnsmýrin og flugvöllurinn þar. Ekki kom á óvart að duglausir embættismenn þjóðarinnar eru enn fastir við sama heygarðshornið og sjá ekki þau ótrúlegu tækifæri sem Formúlan hefur séð.
En nú er vissulega mikið nýjabrum á flokknum, krafturinn sem meðlimirnir hafa má ekki brenna út. Vinnan gengur vel og enn höfum við nógan tíma til kosninga. Reyndar höfum við byrjað okkar málefnavinnu mun fyrr en aðrir flokkar sem eru annaðhvort bundnir við prófkjör eða innbyrðis karp. Formúlan er flokkur einingar og þessi eining mun og skal fara út í samfélagið. Þar sem við leggjum áherslu á einstaklingsframtakið og traust á náunganum undir dyggri stjórn okkar.
Það er greinilegt að við munum þurfa styrktaraðila í þessa herferð. Það er eitt af því sem þarf að vinna og vinna hratt en vel...alveg eins og þeir gera í formúlunni.

Lifi Formúlan

Wednesday, September 14, 2005

Áróður!!

Samkvæmt lögum um framboðsmál í sveitarfélögum þurfum við minnst 160 meðlændur í sveitarfélagi sem hefur 50.001 og plús. Meðmælendur þurfa að vera búsettir í Reykjavík. Þyrftum samt helst að ná í ögn fleiri svona til öryggis þar sem fólk mun örugglega reyna draga úr trúverðugleika okkar.

Verðum fastlega að passa okkur á því að fá ekki einhvern friður2000 stimpil í fjölmiðlum og alls ekki að fara í DV, þá verðum við álitin skrýtin. Það er slæmt að segja það en við verðum að reiða okkur á íhaldssnepilinn(moggann) en brátt getum við stofnað okkar eigið málgagn með peningum úr Símasölunni. Tel ég að einn milljarður (jafn há upphæð og geðveikir fá og líka stofnun íslenskra fræða) ætti að duga til að byrja með. Þyrftum að fá nafn á málgagni okkar.

Áróður!!

Samkvæmt lögum um framboðsmál í sveitarfélögum þurfum við minnst 160 meðlændur í sveitarfélagi sem hefur 50.001 og plús. Meðmælendur þurfa að vera búsettir í Reykjavík. Þyrftum samt helst að ná í ögn fleiri svona til öryggis þar sem fólk mun örugglega reyna draga úr trúverðugleika okkar.

Verðum fastlega að passa okkur á því að fá ekki einhvern friður2000 stimpil í fjölmiðlum og alls ekki að fara í DV, þá verðum við álitin skrýtin. Það er slæmt að segja það en við verðum að reiða okkur á íhaldssnepilinn(moggann) en brátt getum við stofnað okkar eigið málgagn með peningum úr Símasölunni. Tel ég að einn milljarður (jafn há upphæð og geðveikir fá og líka stofnun íslenskra fræða) ætti að duga til að byrja með.

Tuesday, September 13, 2005

Hvað skal gera?

Greinar eru í vinnslu og er það góð regla að birta þær ekki fyrr en góð fínpússing hefur farið fram.
Á stofnfundi Formúluflokksins sátu eftirtaldir:
Björgvin Ólafsson
Margrét Markúrsdóttir(ljósmyndari flokksins)
Markús ?
Sigurjón Ólafsson
Torfi Stefán Jónsson

Ásgeir Einarsson mun síðan bætast við stofnhópinn. Ásgeir hefur strax tekið að sér að lesa yfir grein mína og lagfæra áður en hún verður send til morgunblaðsins.
Nú er spurning hverjir vilja verða skrifaðir undir hana og vantar þá myndir með.

Ég (Torfi) ætla að kynna mér framboðsmál hér í Reykjavík. Hversu margar undirskriftir þarf og þar fram eftir götunum.

Aðalmóttó flokksins er að nýta þá peninga sem fengust fyrir landsímann og fá formúluna í Reykjvík.

Monday, September 12, 2005

Stofnun

Hér mun rísa upp mikilfengleg heimasíðan (þar til önnu betri verður gerð) fyrir hinn mikla flokk framfara og stórra hugmynda. Þar sem ekki verður tekið tillit til fólks...heldur hugmynda. Við eltum ekki skoðanakannanir við eltum hugann.