Thursday, September 15, 2005

Allt í vinnslu

Það er geypilegur kraftur í flokknum og þessi kraftur er að smitast út í þjóðfélagið. Það er ekki skemmst að minnast en í gærkvöldi var umræðuefnið Vatnsmýrin og flugvöllurinn þar. Ekki kom á óvart að duglausir embættismenn þjóðarinnar eru enn fastir við sama heygarðshornið og sjá ekki þau ótrúlegu tækifæri sem Formúlan hefur séð.
En nú er vissulega mikið nýjabrum á flokknum, krafturinn sem meðlimirnir hafa má ekki brenna út. Vinnan gengur vel og enn höfum við nógan tíma til kosninga. Reyndar höfum við byrjað okkar málefnavinnu mun fyrr en aðrir flokkar sem eru annaðhvort bundnir við prófkjör eða innbyrðis karp. Formúlan er flokkur einingar og þessi eining mun og skal fara út í samfélagið. Þar sem við leggjum áherslu á einstaklingsframtakið og traust á náunganum undir dyggri stjórn okkar.
Það er greinilegt að við munum þurfa styrktaraðila í þessa herferð. Það er eitt af því sem þarf að vinna og vinna hratt en vel...alveg eins og þeir gera í formúlunni.

Lifi Formúlan

1 Comments:

Blogger Erna Kristin said...

flott síða:)

9:23 AM  

Post a Comment

<< Home