Tuesday, September 20, 2005

Legg til!

Ég legg til að við höfum ekki formann heldur munum við kalla stöðuna fyrirliði. Þannig munum við líta meira á okkur sem sterkan og samhentan hóp sem tekur sig saman um einn fyrirliða. Þetta gamla formannshugtak er auðvitað ekkert annað en kúgunartæki sem sauðirnir velja yfir sig því þeir eru hræddir við eigið framtak.
Að vera Fyrirliði gefur meira eins og áður segir að við erum sterkt lið sem vinnur saman að settu marki...að því að fá Formúluna á flugvöllinn.
Það er einmitt gallinn við hið hefðbundna flokkafyrirbæri að þar er ávallt dauðir starkfskraftar sem gegn þeirra vilja hafa neyðst að skrá sig í flokkinn. Þeir hafa síðan þurft að horfa upp á það að einhver ómögulegur sé kosinn í þessu gervilýðræði sem lýðst innan þessara flokka. Við segjum nei!
Látið liðið ráða, fylkjum okkur saman og treystum á þann sem hentar best hverju sinni, það þarf ekki alltaf að vera sami fyrirliðinn stanslaust í tvö-fjögur eða fjórtán ár. Nei, við erum Lið nýrra tíma. Við erum Formúlan

Lifi Formúlan!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home