Friday, November 18, 2005

Hvað með flugvöllinn!

Undirritaður er einstaklega ánægður með að DV hafi veitt ljósi sínu og athygli að flokknum okkar. Talsmaður vor, hinn ágæti Torfi komst stundum vel að orði en þó má gera betur. Greinilegt var að hann var að miðla sínum eigin persónulegu skoðunum en ekki flokksins þegar spurt var hvað yrði um flugvöllinn.
Hinn ágæti Ásgeir a.k.a. geiri töff, hefur viðrað sína mjög svo góðu og frammúrstefnilegu hugmynd um flugmóðurskip. Eitthvað sem myndi vekja mikli athygli á okkar ágætu borg.
Svar Torfa um að flugvöllurinn ætti að fara til Keflavíkur er alls ekki ásættanlegt svar, sérstaklega þegar miðað er við grunnmarkmið flokksins að fá fleiri og betri störf til Reykjavíkur. Flutningur vallarins myndi stórlega hafa áhrif á fjölda starfa, einnig möguleika þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu og stunda æfingaflug. Þá er ég ekki enn kominn á afleiðingarnar flutnings vallarins fyrir landsbyggðina.
Það að fá Formúluna í Vatnsmýrina á ekki bara að koma í staðinn fyrir flugvöllinn heldur á völlurinn að vera þarna áfram. Yrði þetta verkfræðilegt verkefni að satmvinna þetta tvennt saman. Þar komum við að samkeppninni og hópverkefni fyrir verkfræðideildir HR og Hí.
Talsmaður flokksins þarf því að vera meðvitaður um muninn á stefnu flokksins og eigin skoðunum, við viljum sem flestar skoðanir en megum aldrei gleyma hagsmunum Reykjvíkur.
Við skulum því fá keppnisbrautina í mýrina og halda vellinum. Halda sem flestum störfum hér og efla borgina. Til þess erum við!

kv.
Þorlákur Jósefsson a.k.a. Þorri hör.
greinarhöfundur er stjórnarmeðlimur í framkvæmdastjórn Formúluflokksins.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Innilega er ég þér ósammála. Störfin unnin á Reykjavíkurflugvelli eru ekki það sérhæfð að starfsmenn munu ekki finna sér sambærilega vinnu í nágrenninu. Þá má benda á kosningloforð Donins að setja upp körfuboltavelli í miðju brautarinnar, þar verður næg vinna á pylsubörum sem og öðrum börum.

Völlinn burt!

3:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég segi nú bara bú á á þig! Bú. Skal Vatnsmýrin vera F1 braut og ekkert annað. Aftur á móti er nauðsynlegt fyrir Sturlu Böðvars að fá flugmóðuskip og skal það vera á tjörninni.

Mr.W

5:50 AM  

Post a Comment

<< Home