Tuesday, November 15, 2005

Tilurð Formúluflokksins og tilkynningar!

Heimsfrægð Formúluflokksins er orðin klár. Moggagrein sem hefur vakið landathygli og heilsíðugrein í hinu virta riti DV er það sem koma skal. Augu heimsins beinast að flokknum.

Flokkurinn sjálfur á sér hinar ýmsu sögur um hvernig hann varð til. Sumir segja að vitringarnir fimm hafi verið að labba niður eyðimörkina og séð stjörnu á himni er líktist formúlubraut og síðan kom flugvél.
Aðrir nefna að sjálfur Gabríel erkiengill hafi birst þeim í Ferrari jakka, með williams-bíl í í annari og flugvél í annari.
Þriðja útgáfan segir frá komu Nóa í örkinni (verndari víns að kaþólskum sið, enda gerðist hann vínbóndi eftir flóðið) í ákveðna sumarbústaðaferð, þar sem hann blessaði kollvit drengjanna með frábærum hugmyndum.

Önnur mál!

Þar sem ég (Torfi) er orðinn opinber talsmaður flokksins verð ég að leggja niður fyrirliðastöðu mína hjá flokknum, til að halda í valdadreifinguna, og er hún nú laus. Spurning um að halda kosningar í hana, legg útfærsluna á því í hendur herra Ásgeirs, ef hann vill.
Stjórnarformður tengslanets-ráðs Formúluflokksins er nú orðinn hann Markús, varð kosinn í það einróma á síðasta fundi. Til hamingju með það Markús. Menn sem þekkja menn segja að hann hafi bein sambönd í innsta hring Formúlunnar.
Aðrar stöður:
Ásgeir Einarsson er klárlega stjórnarformaður hugsanar-og hugmyndarráðs flokssins.
Björgvin Ólafssn er yfirmaður tækni-og útfærsludeildar flokksins.
Sigurjón er þar með orðinn líklegur kandídat sem fyrirliðinn í Formúluflokknum.

kv.

Talsmaðurinn

Lifi Formúlan!

2 Comments:

Blogger Jesús said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Líst afar vel á þetta hjá ykkur. Þið fáið mitt atkvæði!

2:24 PM  

Post a Comment

<< Home