Formúluflokkurinn

Tuesday, April 18, 2006

Formúluflokkurinn er látinn!

Eftir að Sigurjón Ólafsson, fyrirliði, var sendur í útlegð af íslenskum sveitarstjórnarmönnum er óttuðust um sæti sín, enda lá í loftinu að Formúluflokkurinn tæki hreinan meirihluta, var ekki um annað að gera vegna eilífra ofsókna að leggja flokkinn niður.
Það er vissulega stórfurðulegt að í þessu svokallað "lýðræði" virðist vera vandmeðfarið að koma með ferskar nýjar hugmyndir. Möppudýrin sem sitja sem áksrifendur að launaseðlum sínum á kostnað skattborgara og kalla sig borgarstjórnarfólk leggjast alfarið gegn góðum hollum vindum í kerfinu.

Formúluflokkurinn kveður með söknuði fylgjendur sína og óskar almenningi velfarnaðar á komandi sumri.

kv.

Torfi Stefán Jónsson charman and chief executive of propaganda

Friday, November 18, 2005

Tilkynning!

Sigurjón Ólafsson hefur verið kjörinn nýr fyrirliði Formúluflokksins! Við óskum honum til hamingju og von um velfarnað í nýju starfi fyrir flokkinn.

kv.
stjórnin.

Hvað með flugvöllinn!

Undirritaður er einstaklega ánægður með að DV hafi veitt ljósi sínu og athygli að flokknum okkar. Talsmaður vor, hinn ágæti Torfi komst stundum vel að orði en þó má gera betur. Greinilegt var að hann var að miðla sínum eigin persónulegu skoðunum en ekki flokksins þegar spurt var hvað yrði um flugvöllinn.
Hinn ágæti Ásgeir a.k.a. geiri töff, hefur viðrað sína mjög svo góðu og frammúrstefnilegu hugmynd um flugmóðurskip. Eitthvað sem myndi vekja mikli athygli á okkar ágætu borg.
Svar Torfa um að flugvöllurinn ætti að fara til Keflavíkur er alls ekki ásættanlegt svar, sérstaklega þegar miðað er við grunnmarkmið flokksins að fá fleiri og betri störf til Reykjavíkur. Flutningur vallarins myndi stórlega hafa áhrif á fjölda starfa, einnig möguleika þeirra sem búa hér á höfuðborgarsvæðinu og stunda æfingaflug. Þá er ég ekki enn kominn á afleiðingarnar flutnings vallarins fyrir landsbyggðina.
Það að fá Formúluna í Vatnsmýrina á ekki bara að koma í staðinn fyrir flugvöllinn heldur á völlurinn að vera þarna áfram. Yrði þetta verkfræðilegt verkefni að satmvinna þetta tvennt saman. Þar komum við að samkeppninni og hópverkefni fyrir verkfræðideildir HR og Hí.
Talsmaður flokksins þarf því að vera meðvitaður um muninn á stefnu flokksins og eigin skoðunum, við viljum sem flestar skoðanir en megum aldrei gleyma hagsmunum Reykjvíkur.
Við skulum því fá keppnisbrautina í mýrina og halda vellinum. Halda sem flestum störfum hér og efla borgina. Til þess erum við!

kv.
Þorlákur Jósefsson a.k.a. Þorri hör.
greinarhöfundur er stjórnarmeðlimur í framkvæmdastjórn Formúluflokksins.

Tuesday, November 15, 2005

Tilurð Formúluflokksins og tilkynningar!

Heimsfrægð Formúluflokksins er orðin klár. Moggagrein sem hefur vakið landathygli og heilsíðugrein í hinu virta riti DV er það sem koma skal. Augu heimsins beinast að flokknum.

Flokkurinn sjálfur á sér hinar ýmsu sögur um hvernig hann varð til. Sumir segja að vitringarnir fimm hafi verið að labba niður eyðimörkina og séð stjörnu á himni er líktist formúlubraut og síðan kom flugvél.
Aðrir nefna að sjálfur Gabríel erkiengill hafi birst þeim í Ferrari jakka, með williams-bíl í í annari og flugvél í annari.
Þriðja útgáfan segir frá komu Nóa í örkinni (verndari víns að kaþólskum sið, enda gerðist hann vínbóndi eftir flóðið) í ákveðna sumarbústaðaferð, þar sem hann blessaði kollvit drengjanna með frábærum hugmyndum.

Önnur mál!

Þar sem ég (Torfi) er orðinn opinber talsmaður flokksins verð ég að leggja niður fyrirliðastöðu mína hjá flokknum, til að halda í valdadreifinguna, og er hún nú laus. Spurning um að halda kosningar í hana, legg útfærsluna á því í hendur herra Ásgeirs, ef hann vill.
Stjórnarformður tengslanets-ráðs Formúluflokksins er nú orðinn hann Markús, varð kosinn í það einróma á síðasta fundi. Til hamingju með það Markús. Menn sem þekkja menn segja að hann hafi bein sambönd í innsta hring Formúlunnar.
Aðrar stöður:
Ásgeir Einarsson er klárlega stjórnarformaður hugsanar-og hugmyndarráðs flokssins.
Björgvin Ólafssn er yfirmaður tækni-og útfærsludeildar flokksins.
Sigurjón er þar með orðinn líklegur kandídat sem fyrirliðinn í Formúluflokknum.

kv.

Talsmaðurinn

Lifi Formúlan!

Friday, November 11, 2005

Hugmynd að brautarstæði

LIFI FORMÚLUFLOKKURINN

Example

Monday, November 07, 2005

Að fylgja eftir!

Nú þurfum við að vera fljótir til og fylgja eftir góðri grein og einhver sem er með photoshop-græjur að fixa inn svo sem eina formúlubraut á rvk-flugvöll.

Greininni hefur annars verið vel tekið og nýliðun flokksins er í hámarki!

Lifi Formúlan!

Sunday, October 09, 2005

Lausn allra vandamála!

Flugmóðurskip.

kostir: hægt að staðsetja eftir hentugleika, töff

ókostir: engir

Saturday, September 24, 2005

Hræðsla?

Nú titrar allt og nötrar í hinu pólitíska lífi Reykjvíkursvæðisins. Varla er það tilviljun að það gerist eftir að Formúluflokkurinn varð til. Nei það held ég nú ekki. Heimdellingar eru komnir í hár saman og rífast í formanni sínum, greinilega ekki bjartsýni þar vegna ástand mála. VG heldur forval en stillir ekki upp lista eins og venjulega. Greinilegt að allir flokkar reyna að stefna að sem mestu pop up- vinsældarlistum eins og völ er á. Allt hefur þetta gerst með tilurð hins lýðræðislega og ört sívaxandi Formúluflokki.

Kæru liðsfélagar, framtíðin er okkar því við höfum Formúluna.

Lifi Formúlan!